top of page

Akranna skínandi skart

Með þessari sýningu er sögð saga landnemanna í Norður-Dakóta. Ritmál, myndir og stórbrotið umhverfi gefa góða sýn á líf landnemanna, breytingar sem urðu á lífi þeirra og hvernig heimili þeirra litu út. Lögð er áhersla á reynslu barna af hinu langa ferðalagi og komu þeirra til nýja landsins þar sem ótal einkennilegar plöntur og dýr komu þeim fyrir sjónir, sem þau höfðu aldrei séð áður. Sýningin var samstarfsverkefni Setursins, Byggðasafns Skagfirðinga og Íslendingafélaganna í Norður-Dakóta.

NDak photo.jpg
bottom of page