Þögul leiftur
Á sýningunni eru nærri 400 ljósmyndir af íslenskum landnemunum og sýnd m.a. ljósmyndavinna vestan hafs á tímum vesturferða á árunum 1870 – 1910. Sagn- og ættfræðingurinn Nelson Gerrard, sem á ættir að rekja til Íslendinga sem settust að í Manitoba, átti hugmyndina að þessari sýningu og vann hann hana með söfnun ljósmynda hvaðanæva í Norður-Ameríku og á Íslandi. Hann sá jafnframt um gerð leiðsögukorta og upplýsinga um sýninguna. Nafna flestra á myndunum er getið og faðerni þeirra og heimilisfesti eru tilgreind. Líkt og nútíma Íslendingar voru landar okkar á 19. öld áhugasamir um tækninýjungar. Fjölmargir létu taka af sér ljósmyndir og nokkrir lærðu til ljósmyndunar. Flestar myndanna á sýningunni eru teknar af Íslendingum eða afkomendum þeirra og sýna ljósmyndirnar vel verklag við ljósmyndun á þessum tíma og ýmsa hluti og muni sem til voru